Dagbók: maí 2002
Sunnudagur 26.5.2002
Þennan dag og næstu daga voru miklar umræður um úrslit kosninganna. Tók ég þátt í sjónvarpsumræðum á öllum stöðvum og í útvarpi. Niðurstaðan varð á þann veg, að ég gat snúið mér að því að sinna eigin málum eftir að hafa verið í kosningastarfinu frá morgni til kvölds í margar vikur. Varði ég þeim stundum, sem ég gat til þess að ganga frá lóð við gamlt bæjarhús, sem Rut hafði unnið að því að koma í heilsársbústað fyrir okkur.
Laugardagur 25.5.2002
Klukkan 09.20 fórum við Rut að kjósa á Kjarvalsstöðum.
Föstudagur 24.5.2002
Var í hádeginu á vinnustaðafundi í Íslenskri erfðagreiningu. Klukkan 14.00 tók Stöð 2 upp umræðuþátt með okkur ISG og ÓFM, sem sýndur var um kvoldið, Ísland í dag. Klukkan 21.30 var umræðuþáttur fulltrúa allra framboðanna í Reykjavík í RÚV.
Fimmtudagur 23.5.2002
Var í Íslandi í bítið á Stöð 2 kl. 08.05 með ISG. Var í hádeginu á vinnustaðafundi hjá Marel. Um kvöldið heimsóttum við Rut allar 8 hverfaskrifstofur okkar sjálfstæðismanna.
Miðvikudagur 22.5.2002
Var í hádeginu á fundi með starfsmönnum Orkuveitunnar við Eirhöfða. Fór kl. 12.30 á hrafnaþing hjá Ingva Hrafni Jónssyni á útvarpi Sögu. Um kvöldið var bein útsending á Silfri Egils með okkur ISG og Ólafi F. Magnússyni.
Þriðjudagur 21.5.2002
Var fyrir hádegi á fundi með starfsfólki á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur. Í hádeginu á vinnustaðafundi í Flugleiðum, Reykjavíkurflugvelli. Fór síðdegis í kynnisferð um lögreglustöðina og síðan var fundur með okkur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á vegum Lögreglufélags Reykjavíkur.
Mánudagur 20.5.2002
Klukkan 14.00 var ég í Grafarvogi, þar sem efnt var til útihátíðar á vegum hverfafélags sjálfstæðismanna og boðið í skoðunarferð í Geldinganes og var ég fararstjóri fyrstu ferðar. Klukkan 15.00 efndi Útvarp Saga til umræðufundar á Hótel Borg. Fór síðan og heimsótti hverfaskrifstofur.
Sunnudagur 19.5.2002
Fór klukkan 15.00 í útvarpsþáttinn síðdegiskaffi hjá Kristjáni Þorvaaldssyni á rás 2.
Laugardagur 18.5.2002
Fór í Grafarvog á fjölmenna útihátíð á Torginu við Hverafold. Heimsótti hverfaskrifstofur í Austurborginni.
Föstudagur 17.5.2002
Fyrir hádegi á fundi með starfsmönnum að Keldum. Í hádegi á Heilsuverndarstöðinni. Síðdegis með eldri borgurum við Aflagranda.
Fimmtudagur 16.5.2002
Fyrir hádegi á fundi með starfsmönnum Stálsmiðjunnar. Í hádegi á Landspítala - Fossvogi. Síðdegis í Seljaskóla. Síðan með eldri borgurum í Árskógum. Um kvöldið á opnum fundi í Kaffi Reykjavík.
Miðvikudagur 15.5.2002
Fór fyrir hádegi á öldrunarheimilið Eir. Var í hádeginu á fundi með starfsmönnum Íslandssíma. Síðdegis í Safarmýrarskóla. Síðan í Einholtsskóla. Klukkan 17.15 á fundi stjórnmálaskorar HÍ í hátíðasal Háskóla Íslands. Klukkan 20.00 á opnum fundi hverfasamtaka í Grafarvogi í Rimaskóla.
Þriðjudagur 14.5.2002
Var í hádeginu á fundi með starfsmönnum Tals. Síðdegis í Breiðholtsskóla með kennurum. Klukkan 17.15 á opnum fundi um menningarmál í Borgarleikhúsinu. Fór um kvöldið á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur.
Mánudagur 13.5.2002
Fór fyrir hádegi á vinnustaðafund í Malbikunarstöðinni Höfða. Var í hádeginu á fundi í VÍS. Um kvöldið ræddi ég við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Kastljósi.
Sunnudagur 12.5.2002
Tók síðdegis þátt í kosningahátíð í skrifstofunni hjá Nes- og Melahverfi. Fór um kvöldið og horfði á tangó í Íslensku óperunni.
Laugardagur 11.5.2002
Fór klukkan 10.00 með frambjóðendum í Breiðholtshverfið, heimsóttum Seljahlíð, Mjóddina og efndum til grillveislu við sundlaugina með hverfafélaginu. Héldum um hádegið að Árbæjarlaug þar sem einnig var grillveisla með hverfafélaginu. Var kl. 14.00 við setningu Listahátíðar í Reykjavík. Heimsótti Listaháskóla Íslands og skoðaði sýningu nemenda í Laugarnesi. Sá ballettinn Sölku Völku hjá Íslenska dansflokknum. Sá frumsýningu á Hollendingnum fljúgandi í Þjóðleikhúsinu.
Föstudagur 10.5.2002
Fór fyrir hádegi fund með kennurum og starfsliði Ölduselsskóla. Var í hádeginu á fundi með starfsfólki Landspítalans við Hringbraut og gekk síðan um hús hans. Fór síðdegis í menningarmiðstöðina Gerðubergi. Var klukkan 18.00 á fundi með meisturum í byggingariðnaði um lóðamál. Fór um kvöldið á lokahluta úrslitaleiks Vals og KA í Valsheimilinu.
Fimmtudagur 9.5.2002
Fór um kvöldið á almennan framboðsfund á Kjalarnesi.
Miðvikudagur 8.5.2002
Fyrir hádegi var á ég á fundi með starfsmönnum ÍTR að Fríkirkjuvegi 11. Í hádeginu var ég á fundi hjá Félagi heyrnarlausra. Eftir hádegi heimsótti ég Miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg. Sídegis var ég á fundum með eldri borgurum að Sléttuvegi. Um kvöldið fór ég á Vorhátíð hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og Vinnumálastofnunar.
Þriðjudagur 7.5.2002
Fyrir hádegi fór ég á fund hjá starfsmönnum SPRON í Ármúla 13. Í hádeginu var ég á fundi hjá vörubílastöðinni Þrótti við Sævarhöfða. Um kvöldið vorum við Ingibjörg Sólrún í Íslandí í dag á Stöð 2.
Mánudagur 6.5.2002
Í hádeginu var ég á fundi með starfsmönnum Eimskips í Sundakletti. Síðdegis tók ég þátt í fundi Félags leikskólakennara um leikskólamál í Ráðhúsinu. Var um kvöldið á handboltaleik Vals og KA í Valsheimilinu.
Sunnudagur 5.5.2002
Klukkan 16.10 var borgarafundur á vegum RÚV í Ráðhúsinu.
Laugardagur 4.5.2002
Klukkan 10.00 héldu frambjóðendur D-listans í ferð, sem hófst á Kaffivagningum á Granda, síðan var farið í KR-heimilið og efnt til fundar með KR-ingum, þá var farið að JL-húsinu, síðan í hverfaskrifstofu flokksins við Hagamel, þá var farið í Kolaportið og gengið þaðan upp Laugaveginn að hverfaskrifstofu okkar þar í húsi nr. 70, þar semj Gospel-systur sungu undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, síðan fórum við í Perluna og heimsóttum Vestfirðinga, sem voru þar með kynningu, þá var haldið í Kringluna, síðan í hverfaskrifstofuna við Laugalæk og þaðan í skrifstofuna í Glæsibæ en þá sagði ég skilið við hópinn.
Föstudagur 3.5.2002
Fór fyrir hádegi á fund með starfsfólki Borgarbókasafns, Borgarskjalasafns og Ljósmyndasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi. Var í hádeginu á fundi Skólastjórnarfélags Reykjavíkur á Grand hotel með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Var við gerð sjónvarpsþáttar eftir hádegi.
Fimmtudagur 2.5.2002
Fyrir hádegi átti ég fundi með starfsmönnum og heimilisfólki á Grund. Heimsótti Biskupsstofu og efndi til vinnustaðafundar skömmu fyrir hádegi. Var í hádeginu á fundi með starfsfólki Miðgarðs í Grafarvogi. Fór síðdegis á fund starfsfólks umhverfis- og tæknisviðs, skipulags- og byggingasviðs og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að Skúlatúni 2. Um kvöldið flutti ég ávarp á fundi á vegum sjálfstæðismanna í Rimaskóla, þar sem fjallað var um skipulag á Landssímalóðinni svonefndu í Grafarvogi.
Miðvikudagur 1.5.2002
Opnaði klukkan 15.00 vefsíðu um sýningu Samtaka um leikminjasafn um Halldór Laxness. Fór í Húsdýragarðinn og hitti þar forystumenn Iðnnemasambands Íslands, sem efndi þar til 7000 manna 1. maí-hátíðar. Fór í Ráðhúsið, þar sem boð var fyrir Reykvíkinga, sem verða 70 ára árið 2002.