26.5.2002 0:00

Sunnudagur 26.5.2002

Þennan dag og næstu daga voru miklar umræður um úrslit kosninganna. Tók ég þátt í sjónvarpsumræðum á öllum stöðvum og í útvarpi. Niðurstaðan varð á þann veg, að ég gat snúið mér að því að sinna eigin málum eftir að hafa verið í kosningastarfinu frá morgni til kvölds í margar vikur. Varði ég þeim stundum, sem ég gat til þess að ganga frá lóð við gamlt bæjarhús, sem Rut hafði unnið að því að koma í heilsársbústað fyrir okkur.