Dagbók: maí 2000
Miðvikudagur 31.5.2000
Klukkan 15.00 var ritað undir þjónustusamning við Háskólann í Reykjavík í Þjóðmenningarhúsinu. Klukkan 17.00 fór ég í ný húsakynni Lánasjóðs íslenskra námsmanna við Borgartún, tók þátt í fundi stjórnar sjóðsins og athöfn, þegar húsakynnin voru formlega opnuð. Síðan fórum við í Iðnó, þar sem tilkynnt var um þá, sem í ár hljóta Fulbright-styrki. Í ræðu minni af því tilefni sagði ég, að það væri tímaskekkja að gera þá kröfu til styrkhafa, að þeir flyttust frá Bandaríkjunum að loknu námi sínu þar. Um kvöldið fór ég á frumsýningu á 101 Reykjavík og hafði gaman af því að sjá nýja og furðulega hlið á borgarlífinu.
Mánudagur 29.5.2000
Efnt var til fundar í menntamálaráðuneytinu kl.14.00 með fulltrúum Hótel- og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi og fulltrúum starfsgreinaráðs á þessu sviði til að ræða um stöðu ráðsins gagnvart skólanum. Var áréttað af minni hálfu, að hlutverk ráðsins væri að gera tillögur til ráðuneytisins en það ætti ekki að hafa afskipti af innra starfi skólans.
Sunnudagur 28.5.2000
Tek þátt í sjónvarpsþættinum Silfur Egils með Siv Friðleifdóttur og Össuri Skarphéðinssyni.
Laugardagur 27.5.2000
Klukkan 15.00 er garðhúsasýningin opnuð á Kjarvalsstöðum. Klukkan 16.00 opnaði ég sýninguna Flakk í Norræna húsinu. Klukkan 17.00 sækjum við vorfagnað sjálfstæðismanna í Reykjavík í Valhöll.
Föstudagur 26.5.2000
Klukkan 16.00 er hátíðleg athöfn í Menntaskólanum í Reykjavík á vegum Hagsmunafélags um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi, sem verðlaunar að þessu sinni Áskel Harðarson stærðfræðikennara fyrir árangursríka stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi og kom það í minn hlut að afhenda verðlaunin. Klukkan 17.30 hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs konungshjónunum frá Jórdaníu. Var þetta fyrsti opinberi kvöldverðurinn, þar sem Dorrit Moussaieff, unnusta forsetans með opiberri trúlofun daginn áður, sat í húsmóðursæti. Klukkan 20.30 hófst ógleymanleg sýning Svanavatnsins í Borgarleikhúsinu. Laugardagur 27. maí Klukkan 15.00 er garðhúsasýningin opnuð á Kjarvalsstöðum. Klukkan 16.00 opnaði ég sýninguna Flakk í Norræna húsinu. Klukkan 17.00 sækjum við vorfagnað sjálfstæðismanna í Reykjavík í Valhöll.
Fimmtudagur 25.5.2000
Fyrir hádegi fer ég í George Washington-háskólann og afhendi þar Íslendingasögurnar að gjöf. Eftir hádegi fer ég í Cato Institude, hitti sérfræðing þess í skólamálum og kynnist viðhorfum hans til þróunar þeirra. Síðan flogið heim aftur.
Miðvikudagur 24.5.2000
Hádegisverður með fulltrúum Virginíu-háskóla um samstarf við hann um stuðning við námsmenn. Klukkan 13.20 málþing um íslenska sagnahefð í Library of Congress með þátttöku sérfræðinga frá Norður-Ameríku og Evrópu. Málþingið er mun betur sótt en skipuleggjendur þess væntu og þurfti að fjölga stólum í salnum. Ég flyt ræðu við upphaf þess. Klukkan 18.30 athöfn í Thomas Jefferson-byggingu Library of Congress, þegar sýning á íslenskum handritum og bókum er opnuð og tilkynnt um gjöf íslensku ríkisstjórnarinnar til bandarískra bókasafna.
Þriðjudagur 23.5.2000
Klukkan 11.30 fundur með Richard W. Riley, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, í skrifstofu hans.
Þriðjudagur 23.5.2000
Klukkan 11:30 fundur með Richard W. Riley, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, í skrifstofu hans.
Mánudagur 22.5.2000
Flogið síðdegis til Baltimore.
Sunnudagur 21.5.2000
Fórum klukkan 14.00 í Dómkirkjuna og tókum þátt í hátíðarmessu vegna þess að lokið er endurbótum við kirkjuna fyrir 180 milljónir króna, sýnist mjög vel hafa til tekist við þessar framkvæmdir. Í ræðum manna kom fram, að skriður hafi komist á framkvæmdir, þegar ég úrskurðaði í 24 ára deilu sóknarnefndar og húsafriðunarnefndar um það, hvort stytta mætti kirkjubekkina niðri, þannig unnt væri að ganga inn í þá frá vegg kirkjunnar. Úr kirkjunni fórum við í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, þar sem sýningin á öndvegishúsum var opnuð við hátíðlega athöfn undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík. Síðan fórum við í Nýlistasafnið, þar sýningin Puerile 69 var opnuð undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík, þar sem fjórir breskir listamenn sýna verk, en þeir eru kynnti sem stjörnur í hátískuheimi myndlistarinnar. Loks fórum við í Ásmundarsal og skoðuðum sýninguna Í skuggsjá rúms og tíma með verkum eftir Lawrence Weiner, Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Þór Vigfússon og Kristin E. Hrafnsson.
Sunnudagur 21.5.2000
Fórum klukkan 14.00 í Dómkirkjuna og tókum þátt í hátíðarmessu vegna þess að lokið er endurbótum við kirkjuna fyrir 180 milljónir króna, sýnist mjög vel hafa til tekist við þessar framkvæmdir. Í ræðum manna kom fram, að skriður hafi komist á framkvæmdir, þegar ég úrskurðaði í 24 ára deilu sóknarnefndar og húsafriðunarnefndar um það, hvort stytta mætti kirkjubekkina niðri, þannig unnt væri að ganga inn í þá frá vegg kirkjunnar. Úr kirkjunni fórum við í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, þar sem sýningin á öndvegishúsum var opnuð við hátíðlega athöfn undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík. Síðan fórum við í Nýlistasafnið, þar sýningin Puerile 69 var opnuð undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík, þar sem fjórir breskir listamenn sýna verk, en þeir eru kynnti sem stjörnur í hátískuheimi myndlistarinnar. Loks fórum við í Ásmundarsal og skoðuðum sýninguna Í skuggsjá rúms og tíma með verkum eftir Lawrence Weiner, Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Þór Vigfússon og Kristin E. Hrafnsson.
Laugardagur 20.5.2000
Listahátíð í Reykjavík hófst í Þjóðleikhúsinu klukkan 13.30 og flutti ég þar setningarræðu. Söngvarar og leikarar fluttu skemmtilega dagskrá á vegum Tónskáldafélags Íslands, sem byggðist á íslenskum tónverkum í leikritum. Klukkan 16.00 opnaði ég sýninguna Nýr heimur - stafrænar sýnir í Listasafni Íslands, þar er mjög slæm aðstaða til að flytja ræður vegna þess að hátalakerfi er þannig háttað, að ekki næst nema til lítils hluta fólks og kliður yfirgnæfir í raun allt, sem menn reyna að segja. Klukkan 17.00 fórum við í Borgarleikhúsið og sáum Íslenska dansflokkinn flytja Auðun og ísbjörnin, dansverk fyrir börn eftir Nönnu Ólafsdóttur. Klukkan 20.00 var ljóðadagskrá í Þjóðmenningarhúsinu, þegar sýningin 1000 ljóð var opnuð þar.
Laugardagur 20.5.2000
Listahátíð í Reykjavík hófst í Þjóðleikhúsinu klukkan 13.30 og flutti ég þar setningarræðu. Söngvarar og leikarar fluttu skemmtilega dagskrá á vegum Tónskáldafélags Íslands, sem byggðist á íslenskum tónverkum í leikritum. Klukkan 16.00 opnaði ég sýninguna Nýr heimur - stafrænar sýnir í Listasafni Íslands, þar er mjög slæm aðstaða til að flytja ræður vegna þess að hátalakerfi er þannig háttað, að ekki næst nema til lítils hluta fólks og kliður yfirgnæfir í raun allt, sem menn reyna að segja. Klukkan 17.00 fórum við í Borgarleikhúsið og sáum Íslenska dansflokkinn flytja Auðun og ísbjörnin, dansverk fyrir börn eftir Nönnu Ólafsdóttur. Klukkan 20.00 var ljóðadagskrá í Þjóðmenningarhúsinu, þegar sýningin 1000 ljóð var opnuð þar.
Föstudagur 19.5.2000
Klukkan 16.00 fórum við í Ráðhús Reykjavíkur, þar sem Arkitektafélag Íslands kynnti nýja leiðbeingarbók sína um íslenska byggingarlist.
Föstudagur 19.5.2000
Klukkan 16.00 fórum við í Ráðhús Reykjavíkur, þar sem Arkitektafélag Íslands kynnti nýja leiðbeingarbók sína um íslenska byggingarlist.
Fimmtudagur 18.5.2000
Klukkan 11.00 tók ég þátt í kynningu á Agora-verkefninu á blaðamannafundi í Iðnó. Það felst meðal annars í ritgerðasamkeppni um framtíðina og tölvutækni meðal 11 ára barna. Klukkan 13.00 flutti ég ávarp á ráðstefnu menntamálaráðuneytisins og Æskulýðsráðs ríkisins um tómstundastarf barna og menntun þeirra, sem þeim málefnum sinna. Klukkan 19.30 tók ég þátt í hátíðarfundi þegar Dansíþróttasamband Íslands var stofnað á Grand-hótel. Klukkan 20.00 sótti ég afmælistónleika Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem var frumflutt nýtt stórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld, Immanúel.
Fimmtudagur 18.5.2000
Klukkan 11.00 tók ég þátt í kynningu á Agora-verkefninu á blaðamannafundi í Iðnó. Það felst meðal annars í ritgerðasamkeppni um framtíðina og tölvutækni meðal 11 ára barna. Klukkan 13.00 flutti ég ávarp á ráðstefnu menntamálaráðuneytisins og Æskulýðsráðs ríkisins um tómstundastarf barna og menntun þeirra, sem þeim málefnum sinna. Klukkan 19.30 tók ég þátt í hátíðarfundi þegar Dansíþróttasamband Íslands var stofnað á Grand-hótel. Klukkan 20.00 sótti ég afmælistónleika Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem var frumflutt nýtt stórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld, Immanúel.
Miðvikudagur 17.5.2000
Efndi til viðtala bæði fyrir og eftir hádegi til að fækka nöfnunum á viðmælendalistanum og lauk viðtölunum með því að hitta hinn merka bókaútgefanda í Færeyjum, Emil Thomsen, sem er nú að gefa út færeysk kvæði í 40 binda verki, í samvinnu við Odda hf. Emil er með eftiriminnilegri mönnum, sem ég hef hitt.
Miðvikudagur 17.5.2000
Efndi til viðtala bæði fyrir og eftir hádegi til að fækka nöfnunum á viðmælendalistanum og lauk viðtölunum með því að hitta hinn merka bókaútgefanda í Færeyjum, Emil Thomsen, sem er nú að gefa út færeysk kvæði í 40 binda verki, í samvinnu við Odda hf. Emil er með eftiriminnilegri mönnum, sem ég hef hitt.
Sunnudagur 14.5.2000
Klukkan 17.00 fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Langholtskirkju.
Sunnudagur 14.5.2000
Klukkan 17:00 fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Langholtskirkju.
Sunnudagur 5.5.2000
Klukkan 16.00 opnaði ég sýningu frá Bremen/Bremerhaven um Klerka, kaupmenn og karfa í Þjóðarbókhlöðunni. Klukkan 20.00 fór ég á vel heppnaða tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fóru fram samtímis í Háskólabíói og Hallgrímskirkju.
Miðvikudagur 4.5.2000
Klukkan 16.00 var ég viðstaddur þegar úthlutað var viðurkenningum og styrkjum úr Bókasafnssjóði höfunda í Gunnarshúsi við Dyngjuveg.
Miðvikudagur 3.5.2000
Klukkan 8.30 tók ég þátt í athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þegar skýrt var frá niðurstöðu í samkeppni um skipulag sýninga í Þjóðminjasafni Íslands.
Þriðjudagur 2.5.2000
Klukkan 12. á hádegi tók ég þátt í athöfn á Selfossi, þegar Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftafræði á vegum Háskóla Íslands var opnuð.