Fimmtudagur 18.5.2000
Klukkan 11.00 tók ég þátt í kynningu á Agora-verkefninu á blaðamannafundi í Iðnó. Það felst meðal annars í ritgerðasamkeppni um framtíðina og tölvutækni meðal 11 ára barna. Klukkan 13.00 flutti ég ávarp á ráðstefnu menntamálaráðuneytisins og Æskulýðsráðs ríkisins um tómstundastarf barna og menntun þeirra, sem þeim málefnum sinna. Klukkan 19.30 tók ég þátt í hátíðarfundi þegar Dansíþróttasamband Íslands var stofnað á Grand-hótel. Klukkan 20.00 sótti ég afmælistónleika Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem var frumflutt nýtt stórverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld, Immanúel.