Dagbók: desember 2003

Miðvikudagur, 31. 12. 03. - 31.12.2003 0:00

Klukkan 10.30 var ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Á fyrri hluta fundarins hætti Tómas Ingi Olrich sem menntamálaráðherra á síðari hluta fundarins tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við embætti af honum..

Mánudagur, 22. 12. 03. - 22.12.2003 0:00

Síðdegis var efnt til málþings í dómsmálaráðuneytinu um almannavarnir og hlutverk NATO með fyrirlesurum frá NATO.

Sunnudagur, 21. 12. 03. - 21.12.2003 0:00

Klukkan 17.00 voru jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju, þar sem Rut spilaði Bach, eins og heiti tónleikanna sagði.

Fimmtudagur, 18. 12. 03 - 18.12.2003 0:00

Borgarstjórnarfundur síðdegis um fjárhagsáætlun og stóð hann til klukkan 03.10 að morgni 19. des. en ég fór skömmu eftir kvöldmat og sótti meðal annars jólatónleika Lögreglukórsins í kirkju Fíladelfíu.

Mánudagur, 15. 12. 03. - 15.12.2003 0:00

Síðustu fundir þings fyrir jól og var eftirlaunafrumvarpið svonefnda samþykkt.

Sunnudagur, 14. 12. 03. - 14.12.2003 0:00

Fór klukkan 18.30 í viðræður við Margréti Frímannsdóttur í Silfri Egils á Stöð 2 og var rætt um eftirlaunafrumvarpið og deilur um það á þingi.

Klukkan 19.30 var ég í Kastljósi sjónvarpsins með Ögmundi Jónassyni undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar og var einkum fjallað um fundinn á Saddam Hussein og síðan einnig eftirlaunafrumvarpið.

Laugardagur 13. 12. 03. - 13.12.2003 0:00

Umræður á þingi allan daginn um svonefnt eftirlaunafrumvarp ráðherra og þingmanna.

Fimmtudagur 11. 12. 03. - 11.12.2003 0:00

Klukkan 14.00 flutti ég ávarp við brautskráningu úr Lögregluskóla ríkisins í Bústaðakirkju.

Fimmtudagur, 04. 12. 03. - 4.12.2003 0:00

Klukkan 14.00 hófst borgarstjórnarfundur, þar sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 var til fyrri umræðu.

Þriðjudagur, 02. 12. 03. - 2.12.2003 0:00

Fór klukkan 20.00 á jólatónleika hvítasunnumanna í Fíladelfíukirkjunni.

Mánudagur, 01. 12. 03 - 1.12.2003 0:00

Klukkan 11.30 var ég í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem kynntar voru styrkveitingar úr Kristnihátíðarsjóði við hátíðlega athöfn.