Dagbók: desember 2003
Miðvikudagur, 31. 12. 03.
Klukkan 10.30 var ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Á fyrri hluta fundarins hætti Tómas Ingi Olrich sem menntamálaráðherra á síðari hluta fundarins tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við embætti af honum..
Mánudagur, 22. 12. 03.
Síðdegis var efnt til málþings í dómsmálaráðuneytinu um almannavarnir og hlutverk NATO með fyrirlesurum frá NATO.
Sunnudagur, 21. 12. 03.
Klukkan 17.00 voru jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju, þar sem Rut spilaði Bach, eins og heiti tónleikanna sagði.
Fimmtudagur, 18. 12. 03
Borgarstjórnarfundur síðdegis um fjárhagsáætlun og stóð hann til klukkan 03.10 að morgni 19. des. en ég fór skömmu eftir kvöldmat og sótti meðal annars jólatónleika Lögreglukórsins í kirkju Fíladelfíu.
Mánudagur, 15. 12. 03.
Síðustu fundir þings fyrir jól og var eftirlaunafrumvarpið svonefnda samþykkt.
Sunnudagur, 14. 12. 03.
Fór klukkan 18.30 í viðræður við Margréti Frímannsdóttur í Silfri Egils á Stöð 2 og var rætt um eftirlaunafrumvarpið og deilur um það á þingi.
Klukkan 19.30 var ég í Kastljósi sjónvarpsins með Ögmundi Jónassyni undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar og var einkum fjallað um fundinn á Saddam Hussein og síðan einnig eftirlaunafrumvarpið.
Laugardagur 13. 12. 03.
Umræður á þingi allan daginn um svonefnt eftirlaunafrumvarp ráðherra og þingmanna.
Fimmtudagur 11. 12. 03.
Klukkan 14.00 flutti ég ávarp við brautskráningu úr Lögregluskóla ríkisins í Bústaðakirkju.
Fimmtudagur, 04. 12. 03.
Klukkan 14.00 hófst borgarstjórnarfundur, þar sem fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 var til fyrri umræðu.
Þriðjudagur, 02. 12. 03.
Fór klukkan 20.00 á jólatónleika hvítasunnumanna í Fíladelfíukirkjunni.
Mánudagur, 01. 12. 03
Klukkan 11.30 var ég í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem kynntar voru styrkveitingar úr Kristnihátíðarsjóði við hátíðlega athöfn.