14.12.2003 0:00

Sunnudagur, 14. 12. 03.

Fór klukkan 18.30 í viðræður við Margréti Frímannsdóttur í Silfri Egils á Stöð 2 og var rætt um eftirlaunafrumvarpið og deilur um það á þingi.

Klukkan 19.30 var ég í Kastljósi sjónvarpsins með Ögmundi Jónassyni undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar og var einkum fjallað um fundinn á Saddam Hussein og síðan einnig eftirlaunafrumvarpið.