Dagbók: júlí 2001

Sunnudagur 29.7.2001 - 29.7.2001 0:00

Fór um hádegisbil í Reykholt í Borgarfirði, tók þátt í messu og hlýddi síðan á lokatónleika tónlistarhátíðarinnar í Reykholtskirkju.

Laugardagur 28.7.2001 - 28.7.2001 0:00

Fór upp úr hádeginu austur í Skálholt og hlustaði þar á tvenna tónleika hjá Bach-sveitinni, þar sem Rut var meðal flytjenda.

Föstudagur 27.7.2001 - 27.7.2001 0:00

Fór með Jóhönnu Maríu aðstoðarmanni mínum til Grundarfjarðar fyrir hádegi og kom aftur heim um kvöldmatarleytið. Tókum þátt í því, þegar nýtt húsnæði fyrir bóksafn, fjarnám og slökkviliðið var opnað og vorum auk þess við upphaf hátíðarinnar Á góðri stund og skoðuðum sýninguna Vélbátaöldin. Það rigndi mikið á leiðinni heim og á viðvörunarskilti um vindhæð undir Hafnarfjalli stóð, að hraðinn væri 34 metrar á sekúndu.

Fimmtudagur 26.7.2001 - 26.7.2001 0:00

Klukkan 17.00 flutti ég ávarp við afhendingu styrks úr minningarsjóði Jean Pierre Jaquillat.

Föstudagur 20.7.2001 - 20.7.2001 0:00

Fór kl. 14.00 á kynningarfund vegna nýmæla við endurgreiðslu á lánum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Fimmtudagur 19.7.2001 - 19.7.2001 0:00

Sat um kvöldið fyrir svörum í Íslandi í dag á Stöð 2 um mál Árna Johnsens.

Þriðjudagur 17.7.2001 - 17.7.2001 0:00

Fór fyrir hádegi til fundar með starfsfólki Þjóðminjasafns Íslands í tilefni af gildistöku nýrra þjóðminjalaga. Sat um kvöldið fyrir svörum í Kastljósi vegna máls Árna Johnsens.

Mánudagur 16.7.2001 - 16.7.2001 0:00

Hitti forsætisráðherra síðdegis og ræddi við hann um málefni Árna Johnsens.

Laugardagur 14.7.2001 - 14.7.2001 0:00

Fylgdist með keppni á landsmóti UMFÍ og flaug heim frá Egilsstöðum um kl. 21.00.

Föstudagur 13.7.2001 - 13.7.2001 0:00

Hélt um hádegisbilið fljúgandi til Egilsstaða og tók um kvöldið þátt í setningu 23. landsmóts UMFÍ.

Fimmtudagur 12.7.2001 - 12.7.2001 0:00

Sneri aftur heim úr sumarleyfi og lenti um kl, 17.00.

Fimmtudagur 5.7.2001 - 5.7.2001 0:00

Fórum kl. 06.55 í sumarfrí til Spánar, flugum til Malaga og tókum þar bílaleigubíl. Var í viku og naut sólarinnar og góða veðursins.

Miðvikudagur 4.7.2001 - 4.7.2001 0:00

Klukkan 20.00 fórum við Sigríður Sól og Bjarni Benedikt ásamt vini okkar Kenneth East, fyrrverandi sendiherra Breta, á frumsýningu í Borgarleikhúsinu á stórsöngleiknum Wake me up eftir Hallgrím Helgason í skemmtilegum flutningi Leikfélagsins WMU.

Þriðjudagur 3.7.2001 - 3.7.2001 0:00

Í hádeginu heimsótti ég Listasafn Íslands og skoðaði ný húsakynni þess að Laufásvegi 12, sem gjörbreyta allri starfsaðstöðu safnsins til hins betra.

Mánudagur 2.7.2001 - 2.7.2001 0:00

Klukkan 16.00 var athöfn í Þjóðarbókhlöðunni, þegar opnað var Sagnanetið, sagnaner. is, sem er einstakt samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og Cornell-háskóla með aðild Árnastofnunar um að setja handrit og annað ritað mál íslenskt fram til 1800 inn á veraldarvefinn.