27.7.2001 0:00

Föstudagur 27.7.2001

Fór með Jóhönnu Maríu aðstoðarmanni mínum til Grundarfjarðar fyrir hádegi og kom aftur heim um kvöldmatarleytið. Tókum þátt í því, þegar nýtt húsnæði fyrir bóksafn, fjarnám og slökkviliðið var opnað og vorum auk þess við upphaf hátíðarinnar Á góðri stund og skoðuðum sýninguna Vélbátaöldin. Það rigndi mikið á leiðinni heim og á viðvörunarskilti um vindhæð undir Hafnarfjalli stóð, að hraðinn væri 34 metrar á sekúndu.