Dagbók: ágúst 2000
Fimmtudagur 31.8.2000
Flugum um Stokkhólm til Helsinki og vorum þar um kvöldið á tónleikum Radda Evrópu.
Miðvikudagur 30.8.2000
Þjóðardagur Íslands á EXPO 2000 frá klukkan 10.00 til klukkan 03.00.
Þriðjudagur 29.8.2000
Flugum snemma morguns um Kaupmannahöfn til Hannover og vorum þar um kvöldið í íslenska skálanum.
Sunnudagur 27.8.2000
Klukkan 14.00 var ég á Bifröst í Norðurárdal, þar sem háskólinn var settur og flutti ég ávarp og afhjúpaði nýtt nafn og merki Viðskiptaháskólans á Bifröst, en samvinnuheitið hefur verið fjarlægt úr nafninu.
Laugardagur 26.8.2000
Klukkan 14.00 renndum við Rut í hlað að Hlíðarenda í Fljótshlíð og gengum þaðan að Nikulásarhúsum í nýjan lund, Nínulaund, sem var formlega vígður á afmælisdegi Nínu Sæmundsson myndhöggvara henni til heiðurs með því meðal annars, að ég afhjúpaði afsteypu af styttu hennar, Ung móðir, í lundinum. Klukkan 20.00 fórum við á tónleika Radda Evrópu í Hallgrímskirkju.
Föstudagur 25.8.2000
Snemma í sumar hafði verið ákveðið, að þennan dag yrðu ný húsakynni sjónvarpsins formlega opnuð í Efstaleiti með þátttöku minni. Gat ég ekki hlaupið frá því verkefni, þótt þingflokkur sjálfstæðismanna kæmi saman til mikilvægs fundar í Vík í Mýrdal þennan dag. Var athöfnin í Efstaleiti klukkan 17.15 og flutti ég þar ávarp og tók síðan þátt í Kastljósi klukkan 19.30.
Fimmtudagur 24.8.2000
Flutti erindi á ráðstefnunni og fjallaði um hlutverk tungumálsins í sjálfsmynd þjóða. Ráðstefnan var haldin í Svarta demantinum, eins og ný bygging við danska landsbókasafnið heitir, einstaklega glæsilegt hús, sem minnti mig á hve mikils virði er fyrir okkur Íslendinga að bæta aðstöðu hér til tónleika- og ráðstefnuhalds. Það er ekki síður mikilvægur liður í að gera þjóðina samkeppnishæfa en framfarir á öðrum sviðum. Flaug heim frá Kaupmannahöfn um kvöldið.
Miðvikudagur 23.8.2000
Flaug um hádegisbilið til Kaupmannahafnar á ráðstefnu um norræn menningarmál.
Mánudagur 21.8.2000
Klukkan 8.00 fór ég á fund, sem Skref fyrir skref skipulagði um nýjar aðferðir við mat á skólastarfi undir merkjum velvildarvogarinnar og flutti ég þar ávarp, þar sem ég andmælti þeim, sem leggja sig fram um að draga dökka mynd af íslenska skólakerfinu.
Föstudagur 18.8.2000
Klukkan 17.00 var Baldur frumfluttur í Laugardalshöll.
Fimmtudagur 17.8.2000
Klukkan 15.00 var nýtt húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum tekið í notkun og fjarkennsla Háskólans á Akureyri í hjúkrunarfræði og rekstrarfræði formlega hafin.
Miðvikudagur 16.8.2000
Klukkan 15.00 var athöfn í Nesstofu, þar sem Læknafélag Íslands afhenti ríkinu mikla dánargjöf Jóns Steffensens prófessors til að efla læknaminjasafn. Klukkan 16.00 var athöfn í bókasafni Flensborgarskóla, þar sem ný mannkynssaga frá Nýja bókafélaginu var kynnt og ég opnaði Söguvef, sem er gerður í tengslum við kennslubækurnar. Klukkan 18.45 hófst landsleikur Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu, sem okkar menn sigruðu á glæsilegan hátt, 2:1.
Þriðjudagur 15.8.2000
Flaug um Kaupmannahöfn frá Árósum til Keflavíkur og var lentum við klukkan 12.00 á hádegi.
Mánudagur 14.8.2000
Ráðstefna um háskólamálefni í Árósum.
Sunnudagur 13.8.2000
Flaug um morguninn um Kaupmannahöfn til Árósa.
Laugardagur 12.8.2000
Á heimleið frá Kirkjubæjarklaustri höfðum við viðdvöl í Brydebúð í Vík í Mýrdal og hittum forsvarsmenn sveitarfélagsins og uppbyggingar á Brydebúð, þar sem vel hefur verið að verki staðið.
Föstudagur 11.8.2000
í hádeginu hitti ég þá, sem kenna íslensku erlendis, og ræddi við þá um íslenskukennslu innan lands og utan. Lýsti ég þeirri skoðun, að áhugi á íslenskri tungu og menningu eigi aðeins eftir að aukast á komandi árum og huga þurfi vel að mótun stefnu til að koma til móts við þennan vaxandi áhuga. Síðdegis héldum við Rut að Kirkjubæjarklaustri en um kvöldið vorum við þar á fyrstu tónleikum sumartónleikanna, sem Edda Erlendsdóttir píanóleikari hefur staðið fyrir og nú var efnti til í tíunda sinn.
Sunnudagur 6.8.2000
Ók frá Chartres til Charles de Gaulle-flugvallarins, Flugleiðavélin var á réttum tíma eins og á leiðinni út og þjónustan um borð með miklum ágætum að vanda.
Laugardagur 5.8.2000
Ók frá Corréze til Chartres og skoðaði dómkirkjuna með hinum einstæðu gluggum.