25.8.2000 0:00

Föstudagur 25.8.2000

Snemma í sumar hafði verið ákveðið, að þennan dag yrðu ný húsakynni sjónvarpsins formlega opnuð í Efstaleiti með þátttöku minni. Gat ég ekki hlaupið frá því verkefni, þótt þingflokkur sjálfstæðismanna kæmi saman til mikilvægs fundar í Vík í Mýrdal þennan dag. Var athöfnin í Efstaleiti klukkan 17.15 og flutti ég þar ávarp og tók síðan þátt í Kastljósi klukkan 19.30.