Dagbók: september 2017

Opinbera rýmið er fyrir alla aldurshópa - 30.9.2017 13:42

Nýlega var sú athugasemd gerð við skrif mín á Facebook að ég ætti að huga að öðru tómstundagamni „fyrir gamalmenni“ – ég hefði notað minn kvóta af opinbera rýminu.

Lesa meira

Stjórnmál óhjákvæmileika og eilífðar - 29.9.2017 10:52

Séu stjórnmál óhjákvæmileikans eins og dá eru stjórnmál eilífðarinnar eins og dáleiðsla, segir Timothy Snyder.

Lesa meira

Viðreisn í hlutverki fórnarlambsins - 28.9.2017 11:01

Það er aðeins til staðfestingar á fyrri vinnubrögðum og viðhorfi forystusveitar Viðreisnar að vilja gera sig að fórnarlömbum í þessu máli.

Lesa meira

Upphlaupsmál í þinglok - 27.9.2017 10:11

Alþingi lauk störfum í nótt með því að samþykkja lagabreytingar sem rekja má til upphlaupsmála undangenginna vikna.

Lesa meira

Samfylking inn á atkvæðamið Pírata - 26.9.2017 13:44

Flokkar búa sig nú undir framboð og hefur hver þeirra eigin aðferð en almennt stefna þeir á að trúnaðarmenn stilli upp listum sem síðan verða bornir undir þær stofnanir innan flokksins sem skulu reglum samkvæmt samþykkja listana.

Lesa meira

Viðvörunarbjöllur hringja - 25.9.2017 10:09

Viðvörunarorð af þessu tagi eiga erindi til okkar núna þegar enn á ný er tekist á fyrir kosningar og enn á ný eru hafðar uppi ásakanir um að ráðamenn fari fram á þann veg að óviðunandi sé.

Lesa meira

Varðstaða um frjálslynda, lýðræðislega stjórnarhætti - 24.9.2017 10:30

Í þessu efni er ekkert gefið heldur verða þjóðir að standa á verði vilji þær halda í opna, frjálslynda, lýðræðislega stjórnarhætti. Unnt er að grafa undan þeim á margan hátt.

Lesa meira

VG í sókn og níðið um Sjálfstæðismenn - 23.9.2017 11:03

Steingrímur J. nýtti sér hrunið til að innleiða sósíalíska skattastefnu sem lamaði efnahagslífið en þreifst í krafti fjármagnshaftanna enda vildi hann ekki afnema þau. Skyldi hann innleiða höft á ný um leið og hann tekur upp auðlegðarskattinn?

Lesa meira

Umboðsmaður gerir Bjarta framtíð afturreka - 22.9.2017 10:34

Fáfræðin og fljótræðið birtist oft skýrast á áhættustundum. Viðvaningsbragurinn er augljós hjá Bjartri framtíð og Viðreisn og auk þess sýna Píratar enn og aftur að þeir eru eigin nafni hollir og vilja vinna sem mest tjón.

Lesa meira

RÚV í kosningabaráttu - 21.9.2017 12:26

Nærtækast er að skora á þá starfsmenn RÚV sem taka ekki á heilum sér þegar þeir hugsa um Sjálfstæðisflokkinn að flytja sig úr Efstaleiti í framboð svo að unnt sé að ræða við þá um stjórnmál á jafnréttisgrunni.

Lesa meira

Meiri óvissa um hlutverk alþingis en starfsstjórna - 20.9.2017 10:18

Umboð ráðherra til embættisverka í starfsstjórn er skýrara en inntak umboðs þingmanna eftir að þing hefur verið rofið.

Lesa meira

Stjórnsýsludósent áréttar samsæriskenningar - 19.9.2017 11:52

Dósentinn kennir það við „leka“ að ráðherra ræði við forsætisráðherra. Þetta er greinilega „illkynja leki“ að mati dósentsins. Sé lekinn „góðkynja“ að mati „góða fólksins“ er honum fagnað.

Lesa meira

Takmarkalaus óvild í garð Sjálfstæðisflokksins - 18.9.2017 8:35

Birti ég glefsur af Facebook þar sem Eiríkur Guðmundsson, þáttagerðamaður á ríkisútvarpinu og rithöfundur, kemur við sögu.

Lesa meira

Opnir stjórnarhættir - klíkuveldi Pírata - 17.9.2017 11:21

Öll skjöl sem fara fyrir forseta Íslands til undirritunar eru afgreidd á ríkisstjórnarfundi. Á þann veg er upplýsingum um uppreist æru miðlað til allra ráðherra.

Lesa meira

Of krappur dans fyrir Bjarta framtíð og Viðreisn - 16.9.2017 13:57

Þegar Björt framtíð ákvað að slíta stjórninni mátti hver maður tala mest í 90 sekúndur. Viðreisn vill reka ráðherra sem hafa beðist lausnar.

Lesa meira

Ríkisstjórnin fallin (2) - 15.9.2017 18:03

Fyrir ári var boðað til kosninga í erfiðu samsæris-andrúmslofti eins og nú. Það er vandi fyrir stjórnmálamenn að takast á við þessar aðstæður en þeir móta þær sjálfir og geta þess vegna einnig breytt þeim.

Lesa meira

Ríkisstjórnin fallin (1) - 15.9.2017 9:28

Telur stjórn Bjartrar framtíðar að þar sem ráðherrar Bjartrar framtíðar hafi ekki fengið vitneskju um trúnaðarsamtal dómsmálaráðherra og forsætisráðherra sé trúnaðarbrestur orðinn slíkur innan ríkisstjórnarinnar að flokkurinn geti ekki lengur átt aðild að henni.

Lesa meira

Söguleg ummæli forsætisráðherra um útlendingamál - 14.9.2017 10:14

Hér er þessi frásögn af mbl.is endurbirt vegna þess hve sögulegt það er að umræða af þessu tagi fari fram á stjórnmálavettvangi og líklega er Sjálfstæðisflokkurinn eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur þrek til að taka þessi mál til umræðu á málefnalegan hátt og á svipuðum grunni og gert er í forystuflokkum í öðrum löndum.

 

Lesa meira

Gjaldtaka en ekki kerfisuppskurður - 13.9.2017 15:09

Frásagnir af fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 benda ekki til að fast hafi verið tekið á útgjaldaliðum. Leiðin sem farin er felst að meginatriðum í hækkun gjalda á neytendur og enn á ný bíleigendur.

Lesa meira

Borgaralegur sigur í Noregi - 12.9.2017 12:22

Þessi skipti annars staðar á Norðurlöndunum milli þeirra sem kallast bláa og rauða blokkin er óþekkt hér. Farsælar stjórnir Sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna hafa setið.

Lesa meira

Hvatt til varðstöðu gegn harðstjórn - 11.9.2017 8:48

Allt á þetta erindi til okkar Íslendinga eins og annarra þjóða sem búa við frelsi. Það er unnt að grafa undan lýðræði og frelsi hér eins og hvarvetna annars staðar.

Lesa meira

Danir snúast gegn rússneskri lygamiðlun - 10.9.2017 10:03

Í Politiken segir að danska ríkisstjórnin líti ögrunina af fölskum fréttum svo alvarlegum augum að hún ætli að stofna hóp til að vinna gegn aðgerðum t.d. Rússa sem ætlað er að móta almenningsálitið.

Lesa meira

Brotalöm í sauðfjártillögum - 9.9.2017 11:11

Viðreisnarráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nálgast málið á þann veg að úrlausnir í landbúnaðarmálum hafi verið gamaldags og hún sé að boða nýja tíma og menn vita ekki nákvæmlega við hvað er átt með því.

Lesa meira

Fullskipaður hæstiréttur fjallar um mannréttindasáttmálann - 8.9.2017 11:18

Það verður forvitnilegt að sjá hver niðurstaða fullsetins hæstaréttar verður í ofangreindu skattamáli, hvort mannréttindadómstóllinn valdi stefnubreytingu hjá dómurunum.

Lesa meira

Líkur á að orkuveituhúsið hafi verið selt til málamynda - 7.9.2017 10:54

Lífeyrissjóðir stofnuðu Foss fasteignafélag haustið 2013 til þess að kaupa orkuveituhúsið á 5,1 milljarð. Eina starfsemi félagsins og hún var framseld til Straums.

Lesa meira

Kim Jong-un en ekki Trump er ógnvaldurinn í N-Kóreu - 6.9.2017 10:04

Stjórn- og þjóðskipulag í N-Kóreu hefur þróast með velþóknun sósíalista og í skjóli stjórnar kommúnista í Kína og Rússlandi.

Lesa meira

Jyllands-Posten lýsir eigin sálarlífi - 5.9.2017 11:13

Leiðarinn var skrifaður til að fullvissa lesendur blaðsins um að JP hefði ekki gengið á svig við ástæðuna fyrir eigin tilveru heldur mundi blaðið áfram verða „liberal avis“, það er frjálslynt blað.

Lesa meira

Vinstri kerfisvörn - 4.9.2017 9:44

Sérkenni umræðna um heilbrigðismál í fjölmiðlum og stjórnmálum hér á landi er að þær eru jafnan á forsendum opinbers rekstrar. Þar er ríkisrekstur lagður til grundvallar  og litið á allt annað sem ógn við hann.

Lesa meira

Nú hótar Kim Jong-un með vetnissprengju - 3.9.2017 10:47

Norður-Kóreumenn eru þrælar harðstjórans sem dregur alla athygli að ríki sínu með þróun gjöreyðingarvopna og hótunum í garð annarra. Miðað við grimmdina gagnvart eigin þjóð er hann til alls vís gagnvart öðrum.

Lesa meira

Heilaga vandlætingin í þágu Rússa - 2.9.2017 11:18

Sé eitthvað í anda kalda stríðsins nú á tímum í umræðum um evrópsk öryggismál er það sú skoðun að réttlætanlegt hafi verið af Rússum að innlima Krímskaga af því að annars hefði verið sótt að þeim á óbærilegan hátt og þeir misst hernaðarlega aðstöðu við Svartahaf.

Lesa meira

Björt framtíð og forstöðumennirnir - 1.9.2017 10:07

Of mikil lausung verður í stjórnarháttum búi forstöðumenn stofnana við mismunandi starfsöryggi eftir því hvort Björt framtíð ræður í ráðuneyti þeirra eða ekki.

Lesa meira