Dagbók: febrúar 2001
Laugardagur 24.2.2001
Fórum í skíðaferð og flugum til Verona.
Fimmtudagur 22.2.2001
Fór með embættismönnum ráðuneytisins til Egilsstaða, þar sem ég ritaði undir afsal vegna sölu ríkisins á Eiðum til sveitarfélagsins. Einnig ritaði ég undir samning við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Héldum síðan í hríðarveðri yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar tóku á móti okkur, sýndu grunnskólann, íþróttaaðstöðu og síðan efndum við til fundar í menningarmiðstöðinni Skaftfelli, þar sem kynnt var stefna bæjarfélagsins, einkum varðandi nýtingu gamalla húsa og skoðuðum við að lokum nokkur þeirra. Komum heim um kvöldmatarleytið.
Miðvikudagur 21.2.2001
Svaraði fyrirspurn á alþingi um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga.
Þriðjudagur 20.2.2001
Klukkan 13.30 ritaði ég undir samning við Fjölís um ljósritun gagna.
Mánudagur 19.2.2001
Fór klukkan 10.00 á fund í finnska menntamálaráðuneytinu, þar sem ég ræddi við sérfræðinga um stefnu Finna í vísindum og rannsóknum. Klukkan 13.00 hófst fundur íþróttamálaráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands um baráttuna gegn ólöglegri lyfjanotkun íþróttamanna. Fór heim á leið kl. 17.50 um Kaupmannahöfn og var lentur þar um 22.20.
Sunnudagur 18.2.2001
Flaug kl. 07.45 um Stokkhólm til Helsinki.
Laugardagur 17.2.2001
Fórum kl. 19.00 og sáum La Bohéme í íslensku óperunni.
Föstudagur 16.2.2001
Klukkan 18.00 vorum við í Bláa lóninu og tókum þátt í árhátíð laganema við Háskóla Íslands.
Fimmtudagur 15.2.2001
Klukkan 15.30 var athöfn í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem kynnt var ný bók um forvarnir gegn fíkniefnum frá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum með góðum stuðningi Odfellow-reglunnar. Klukkan 17.00 vorum við Rut í MR í tilefni af því að nýjar kennslustofur fyrir raungreinar í Elisabetarhúsi voru formlega teknar í notkun. Klukkan 18.00 vorum við á Rex, þar sem ég opnaði söguvef Heimdallar.
Miðvikudagur 14.2.2001
Ég svaraði fyrirspurn á alþingi um framhaldsskóladeild í Stykkishólmi.
Mánudagur 12.2.2001
Eftir óundirbúnar fyrirspurnir á alþingi, þar sem ég var spurður um aðgang nemenda að úrlausunum á samræmdum prófum, var efnt til umræðu utan dagskrár um nýmæli í rekstri grunnskóla í Hafnarfirði og síðan urðu langar umræður í tilefni af frumvarpi frá mér um að leggja framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins niður. Ég bendi á, að unnt er að lesa allar þessar umrææður á vefsíðu alþingis og einnig á síðu menntamálaráðuneytisins,
Sunnudagur 11.2.2001
Setti klukkan 13.00 fyrsta Íslandsmótið í samkvæmisdönsum í Laugardalshöll. Fór í Listaháskóla Íslands og skoðaði sýningu á hönnunarverkum. Skoðaði ljósmyndasýninguna í Gerðarsafni í Kópavogi. Laugardagur 10. febrúar 2001 Fór til Reykjanesbæjar og flutti ávarp við upphaf 55. ársþings Knattspyrnusambands Íslands í Ránni. Klukkan 15.00 fór ég í Hafnarborg í Hafnarfirði og skoðaði yfirlitssýningu á verkum Sveins Björnssonar. Einnig skoðaði ég sýningu Rutar Rebekku.
Fimmtudagur 8.2.2001
Alþingi kom saman eftir tveggja vikna hlé og í upphafi fundar var kvartað undan bréfi forseta alþingis til forseta hæstaréttar. Klukkan 16.00 setti ég evrópskt tungumálaár við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Klukkan 21.00 fór ég Kaffileikhúsið og sá Háaloft í flutningi Völu Þórsdóttur, sem einnig samdi verkið.
Miðvikudagur 7.2.2001
Meðal þeirra, sem komu til mín í viðtal þennan dag voru fulltrúar Bandalags sjálfstæðra leikhópa og ræddum við fjárstuðning ríkisins við þessa hópa.
Mánudagur 5.2.2001
Klukkan 20.00 var ég á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur, þegar Myrkir músikdagar hófust í Listasafni Íslands með tónlist eftir Leif Þórarinsson.
Laugardagur 3.2.2001
Kom frá Akureyri kl. 10.30. Var klukkan 14.00 í Þjóðarbókhlöðu, þegar sýning á brúðum Sigríðar Kjaran var opnuð á vegum Þjóðminjasafns, en Sigríður hefur gefið safninu 10 brúður. Fór á sýninguna Gullpenslarnir á Kjarvalsstöðum.
Föstudagur 2.2.2001
Klukkan 10.00 setti ég Framadaga í anddyri Háskólabíós en þar kynntu tæplega 40 fyrirtæki háskólanemum starfsemi sína með það fyrir augum að finna framtíðarstarfsmenn. Strax við upphaf kynningarinnar var fjöldi manns kominn á svæðið, en það eru viðskiptafræðinemar, sem hafa frumkvæði að þessu góða framtaki. Klukkan 17.00 flaug ég til Akureyrar og var þar klukkan 20.00 á frumsýningu Sniglaveislunnar eftir Ólaf Jóhann Ólafsson með Gunnar Eyjólfsson í aðalhlutverki.
Fimmtudagur 1.2.2001
Klukkan 16.00 voru íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum, þeim Guðmundi Ólafssyni og Gyrði Elíassyni. Klukkan 19.30 fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þar sem fjórir útskriftarnemendur Tónlistarskólans í Reykjavík léku einleik.