2.2.2001 0:00

Föstudagur 2.2.2001

Klukkan 10.00 setti ég Framadaga í anddyri Háskólabíós en þar kynntu tæplega 40 fyrirtæki háskólanemum starfsemi sína með það fyrir augum að finna framtíðarstarfsmenn. Strax við upphaf kynningarinnar var fjöldi manns kominn á svæðið, en það eru viðskiptafræðinemar, sem hafa frumkvæði að þessu góða framtaki. Klukkan 17.00 flaug ég til Akureyrar og var þar klukkan 20.00 á frumsýningu Sniglaveislunnar eftir Ólaf Jóhann Ólafsson með Gunnar Eyjólfsson í aðalhlutverki.