Dagbók: nóvember 2003
Sunnudagur, 30. 11. 03.
Klukkan 17.00 fór ég á aðventutónleika Schola Kantorum og kammersveitar í Hallgrímskirkju.
Klukkan 20.00 var ég á aðventukvöldi í Grensáskirkju, þar sem ég flutti ræðu.
Laugardagur, 29. 11. 03.
Klukkan 10.00 var generalprufa á myndbandi qi-gong félagsins fyrir félagsmenn og gesti þeirra í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Að henni lokinni ákváðum við að taka bandið til frekari skoðunar í því skyni, að það yrði aðgengilegra fyrir byrjendur. Áhugi á qi gong hefur aldrei verið meiri og eigum við í vanda með að sinna óskum manna um þátttöku.
Fimmtudagur, 27. 11. 03.
Flaug frá London klukkan 08.55 til Brussel, kominn þangað klukkan 11.00 á staðartíma og á fund í höfuðstöðvum ESB klukkan 12.00. Stjórnaði Schengen-ráðherrafundi frá klukkan 15.00 til 16.30. Hélt aftur út á flugvöll og tók vél þaðan til London klukkan 17.40 og heim frá London klukkan 20.50, lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 24.00.
Miðvikudagur, 26. 11. 03.
Flutti í hádeginu erindi um utanríkismál í Rótarý-klúbbi Reykjavíkur.
Klukkan 13.30 var atkvæðagreiðsla á þingi um fjárlagafrumvarpið 2004 eftir aðra umræðu þess.
Hélt klukkan 15.15 af stað til Keflavíkurflugvallar og tók vél þaðan til London klukkan 17.00. Gisti á Heathrow-flugvelli.
Þriðjudagur, 25. 11. 03.
Klukkan 14.00 setti ég málþing á vegum Norðurlandaskrifstofu og verkefnisstjórnar ríkisstjórnarinnar um upplýsingamál um rafrænt lýðræði, sem haldið var á Hótel Sögu.
Mánudagur, 24. 11. 03.
Fór fyrir hádegi í heimsókn til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, Jóhanns Benediktssonar, og kynnti mér landamæravörslu og öryggisgæslu í flugstöð Leifs Eiríkssonar á hans vegum.
Síðdegis heimsótti ég skrifstofur sýslumannsins í Reykjanesbæ, Jóns Eysteinssonar.
Á milli þessara embætta er mikilvæg samvinna á ýmsum sviðum, bæði að því er varðar flugvöllinn og umferð á Reykjanesbraut.
Sunnudagur, 23. 12. 01
Var klukkan 13.00 í kaffispjalli hjá Kristjáni Þorvaldssyni á rás 2. Ræddum við um fjölmiðla, viðbrögð Davíðs við kaupréttarsamningi frostjóra og stjórnarformanns Kaupþings/Búnaðarbanka o.fl.
Fórum um kvöldið til Reykjanesbæjar og sáum leikritið Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson með Gunnari Eyjólfssyni, Kristbjörgu Kjeld og Birni Thors. Þótti okkur mikið til þess koma.
Fimmtudagur, 20. 11. 03.
Klukkan 14.00 var borgarstjórnarfundur og tók ég þar til máls um aðför R-listans að Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og stærðfræðikunnáttu grunnskólabarna.
Mánudagur, 17. 11. 03
Tók klukkan 18.00 þátt í athöfn í Gufuneskirkjugarði, þegar afhjúpað var minnismerki eftir Rúrí, Hlið, til virðingar við þá, sem ekki hafa fundist og eru taldir látnir.
Sunnudagur, 16. 11. 03.
Flutti erindi í Hallgrímskirkju klukkan 12.30 um kristni í fjölmenningarsamfélaginu.
Sótti klukkan 14.00 dagskrá með verkum Matthíasar Johannessens og Jóns Ásgeirssonar í Þjóðmenningarhúsinu.
Fimmtudagur, 13. 11. 03
Setti klukkan 09.00 að Nordica hotel málþing um landamæraeftirlit á flugvöllum.
Þriðjudagur, 11. 11. 03
Setti klukkan 19. 30 skákeinvígi þeirra Friðriks Ólafssonar og Bents Larsens á hótel Loftleiðum.
Fór klukkan 20.00 á tónleka Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands með verkum Hjálmars H. Ragnarssonar.
Sunnudagur, 09. 11. 03.
Flaug heim frá London klukkan 13.00.
Um kvöldið fórum við Rut á tónleika til heiðurs Jóni Ásgeirssyni í Salnum.
Föstudagur, 07. 11. 03.
Flaug frá Brussel til London, þar sem ég hitti Sigríði Sól, dóttur mína, og dvaldist hjá henni og flölskyldu hennar fram á sunnudag.
Fimmtudagur, 06. 11. 03.
Sat fund í fastanefnd Íslands hjá NATO og ræddi um öryggis- og varnarmál, en klukkan 12.00 tók ég við stjórn ráðherrafundar um Schengen málefni og lauk forsæti mínu þar rúmlega 16.00.
Miðvikudagur, 05. 11.03
Hélt klukkan 07.35 til Brussel í gegnum Ósló og var kominn á leiðarenda um klukkan 14.30, sat síðan fundi í Evrópusendiráði Íslands og með embættismönnum Evrópusambandsins (ESB) til undirbúnings ráðherrafundi um Schengen.
Laugardagur, 01. 11. 03
Í DV birtist við mig viðtal um varnar- og öryggismál.