29.11.2003 0:00

Laugardagur, 29. 11. 03.

Klukkan 10.00 var generalprufa á myndbandi qi-gong félagsins fyrir félagsmenn og gesti þeirra í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Að henni lokinni ákváðum við að taka bandið til frekari skoðunar í því skyni, að það yrði aðgengilegra fyrir byrjendur. Áhugi á qi gong hefur aldrei verið meiri og eigum við í vanda með að sinna óskum manna um þátttöku.