Dagbók: febrúar 2005
Sunnudagur 27. 02. 05.
Fórum í nýja Churchill-safnið í Cabinet War Rooms í hjarta London og var stórfróðlegt að skoða sýninguna auk þess að kynnast þeirri margmiðlunartækni, sem þar er nýtt.
Hélt heim klukkan 20.45 með Icelandair og var lent um miðnætti.
Laugardagur, 26. 02. 05.
Föstudagur, 25. 02. 05.
Fimmtudagur, 24. 02. 05.
Fór klukkan 09.00 á ársfund CEPS í Palais d'Egmont, þar sem rætt var um gildi og ESB, það er trúarleg, efnahagsleg og pólitísk gildi.
Klukkann 16.00 sat ég ráðherrafund með Schengen-ráðherrum, þar sem einkum var rætt um lífkenni og ný ferðaskilríki.
Miðvikudagur 23. 02. 05.
Flaug klukkan 07.35 til Ósló og þaðan klukkan 12.15 til Brussel, þar sem lent var klukkan 14.00.
Klukkan 15.30 var ég á fundi í Berlyamont-byggingunni með Franco Frattini framkvæmdastjóra Evrópusambandsins sem fer með öryggis- lögreglu-, útlendinga og persónuverndarmál. Ræddum við sameiginleg mál ESB og Íslands á okkar verksviði.
Klukkan 16.30 fór ég á fund eftirlitsstofnunar EFTA og ræddi við fulltrúa hennar um mál, sem snerta samskipti við dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Klukkan 19.30 var ég í Palais d'Egmont í Brussel og tók þátt í kvöldverði á vegum CEPS þar sem Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forseti ráðherraráðs ESB, flutti ræðu.
Þriðjudagur 22. 02. 05.
Flutti klukkan 14.00 ræðu á alþingi fyrir breytingu á lögunum um Schengen-aðildina.
Fór klukkan 20.00 á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands en varð að fara í hlénu, því að klukkan 21.00 var ég í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins og ræddi stjórnskipun og stjórnsýslu til 22.15.
Sunnudagur, 20. 02. 05.
Föstudagur, 18. 02. 05.
Fimmtudagur, 17. 02. 05.
Miðvikudagur, 16. 02. 05.
9. fundur Evrópunefndar var haldinn í hádeginu.
Í tilefni af 85 ára afmæli hæstaréttar buðum við Rut dómurum réttarins og skrifstofustjóra til síðdegisboðs að heimili okkar.
Þriðjudagur, 15. 02. 05.
Flutti í hádeginu erindi á fundi félags forstöðumanna ríkisstofnana á Grand hotel, ræddi ég um efni tengt sögu stjórnarráðsins og stjórnmálaástandið núna.
Klukkan 14.00 var borgarstjórnarfundur til klukkan 18.20.
Föstudagur, 11. 02. 05.
Var klukkan 14.00 í Smáralind og setti 112 daginn með ávarpi.
Hélt síðdegis í Fljótshlíðina en þar hefur ekki verið jafnmikill snjór síðan ég fór að venja þangað komu mína.
Miðvikudagur, 09. 02. 05.
Mánudagur, 07. 02. 05.
Laugardagur, 05. 02. 04.
Föstudagur, 04. 02. 05.
Fór fyrir hádegi og hlýddi á kynningu á niðurstöðum námskeiðs í Lögregluskóla ríkisins til þjálfunar á notkun hunda til fíkniefnaleitar.
Hélt eftir hádegi austur að hótel Rangá, þar sem borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna efndi til fundar.
Fimmtudagur 03. 02. 05.
Miðvikudagur, 02. 02. 05.
Fór klukkan 13. 15 um borð í varðskipið Tý, sem var að koma frá Austfjörðum, þar sem áhöfnin hafði í nokkra sólarhringa unnið að því að draga Dettifoss í land í haugasjó og stormi. Þakkaði ég henni vel unnið starf.
Svaraði síðdegis tveimur fyrirspurnum á þingi um nýtt varðskip og íslenskukennslu fyrir útlendinga.
Þriðjudagur, 01. 02. 05.
Sótti í hádeginu opinn fund borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í Valhöll, þar sem rætt var um vanda einkaskólanna í Reykjavík.
Atkvæðagreiðsla á alþingi klukkan 13.30.
Fór af þingi í ráðstefnusal Þjóðminjasafns, en þar hafði ég ekki fyrr sótt málþing. Er aðstaðan hin ágætasta, en fundarefnið var Saga stjórnarráðsins. Sögufélag stóð fyrir málþinginu og voru þau Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, Helga Jónsdóttir borgarritari, Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, frummælendur. Luku þau öll lofsorði á verkið. Þau Svanur og Kristín töldu, að meira hefði mátt fjalla um hlut alþingis og þingræðið, en ég sagði ritstjórn verksins hafa talið það efni í sérstakt rit á vegum alþingis að lýsa þeim þætti.
Um 16. 30 fór ég á borgarstjórnarfund og sat hann til loka.