23.2.2005 22:46

Miðvikudagur 23. 02. 05.

Flaug klukkan 07.35 til Ósló og þaðan klukkan 12.15 til Brussel, þar sem lent var klukkan 14.00.

Klukkan 15.30 var ég á fundi í Berlyamont-byggingunni með Franco Frattini framkvæmdastjóra Evrópusambandsins sem fer með öryggis- lögreglu-, útlendinga og persónuverndarmál. Ræddum við sameiginleg mál ESB og Íslands á okkar verksviði.

Klukkan 16.30 fór ég á fund eftirlitsstofnunar EFTA og ræddi við fulltrúa hennar um mál, sem snerta samskipti við dóms- og kirkjumálaráðuneytið.

Klukkan 19.30 var ég í Palais d'Egmont í Brussel og tók þátt í kvöldverði á vegum CEPS þar sem Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og forseti ráðherraráðs ESB, flutti ræðu.