Sunnudagur, 23. 12. 01
Var klukkan 13.00 í kaffispjalli hjá Kristjáni Þorvaldssyni á rás 2. Ræddum við um fjölmiðla, viðbrögð Davíðs við kaupréttarsamningi frostjóra og stjórnarformanns Kaupþings/Búnaðarbanka o.fl.
Fórum um kvöldið til Reykjanesbæjar og sáum leikritið Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson með Gunnari Eyjólfssyni, Kristbjörgu Kjeld og Birni Thors. Þótti okkur mikið til þess koma.