24.11.2003 0:00

Mánudagur, 24. 11. 03.

Fór fyrir hádegi í heimsókn til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, Jóhanns Benediktssonar, og kynnti mér landamæravörslu og öryggisgæslu í flugstöð Leifs Eiríkssonar á hans vegum.

Síðdegis heimsótti ég skrifstofur sýslumannsins í Reykjanesbæ, Jóns Eysteinssonar.

Á milli þessara embætta er mikilvæg samvinna á ýmsum sviðum, bæði að því er varðar flugvöllinn og umferð á Reykjanesbraut.