15.2.2001 0:00

Fimmtudagur 15.2.2001

Klukkan 15.30 var athöfn í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem kynnt var ný bók um forvarnir gegn fíkniefnum frá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum með góðum stuðningi Odfellow-reglunnar. Klukkan 17.00 vorum við Rut í MR í tilefni af því að nýjar kennslustofur fyrir raungreinar í Elisabetarhúsi voru formlega teknar í notkun. Klukkan 18.00 vorum við á Rex, þar sem ég opnaði söguvef Heimdallar.