22.2.2001 0:00

Fimmtudagur 22.2.2001

Fór með embættismönnum ráðuneytisins til Egilsstaða, þar sem ég ritaði undir afsal vegna sölu ríkisins á Eiðum til sveitarfélagsins. Einnig ritaði ég undir samning við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Héldum síðan í hríðarveðri yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar tóku á móti okkur, sýndu grunnskólann, íþróttaaðstöðu og síðan efndum við til fundar í menningarmiðstöðinni Skaftfelli, þar sem kynnt var stefna bæjarfélagsins, einkum varðandi nýtingu gamalla húsa og skoðuðum við að lokum nokkur þeirra. Komum heim um kvöldmatarleytið.