19.2.2001 0:00

Mánudagur 19.2.2001

Fór klukkan 10.00 á fund í finnska menntamálaráðuneytinu, þar sem ég ræddi við sérfræðinga um stefnu Finna í vísindum og rannsóknum. Klukkan 13.00 hófst fundur íþróttamálaráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands um baráttuna gegn ólöglegri lyfjanotkun íþróttamanna. Fór heim á leið kl. 17.50 um Kaupmannahöfn og var lentur þar um 22.20.