24.8.2000 0:00

Fimmtudagur 24.8.2000

Flutti erindi á ráðstefnunni og fjallaði um hlutverk tungumálsins í sjálfsmynd þjóða. Ráðstefnan var haldin í Svarta demantinum, eins og ný bygging við danska landsbókasafnið heitir, einstaklega glæsilegt hús, sem minnti mig á hve mikils virði er fyrir okkur Íslendinga að bæta aðstöðu hér til tónleika- og ráðstefnuhalds. Það er ekki síður mikilvægur liður í að gera þjóðina samkeppnishæfa en framfarir á öðrum sviðum. Flaug heim frá Kaupmannahöfn um kvöldið.