21.8.2000 0:00

Mánudagur 21.8.2000

Klukkan 8.00 fór ég á fund, sem Skref fyrir skref skipulagði um nýjar aðferðir við mat á skólastarfi undir merkjum velvildarvogarinnar og flutti ég þar ávarp, þar sem ég andmælti þeim, sem leggja sig fram um að draga dökka mynd af íslenska skólakerfinu.