16.8.2000 0:00

Miðvikudagur 16.8.2000

Klukkan 15.00 var athöfn í Nesstofu, þar sem Læknafélag Íslands afhenti ríkinu mikla dánargjöf Jóns Steffensens prófessors til að efla læknaminjasafn. Klukkan 16.00 var athöfn í bókasafni Flensborgarskóla, þar sem ný mannkynssaga frá Nýja bókafélaginu var kynnt og ég opnaði Söguvef, sem er gerður í tengslum við kennslubækurnar. Klukkan 18.45 hófst landsleikur Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu, sem okkar menn sigruðu á glæsilegan hátt, 2:1.