11.8.2000 0:00

Föstudagur 11.8.2000

í hádeginu hitti ég þá, sem kenna íslensku erlendis, og ræddi við þá um íslenskukennslu innan lands og utan. Lýsti ég þeirri skoðun, að áhugi á íslenskri tungu og menningu eigi aðeins eftir að aukast á komandi árum og huga þurfi vel að mótun stefnu til að koma til móts við þennan vaxandi áhuga. Síðdegis héldum við Rut að Kirkjubæjarklaustri en um kvöldið vorum við þar á fyrstu tónleikum sumartónleikanna, sem Edda Erlendsdóttir píanóleikari hefur staðið fyrir og nú var efnti til í tíunda sinn.