10.3.2000 19:45

Laugardagur 26.8.2000

Klukkan 14.00 renndum við Rut í hlað að Hlíðarenda í Fljótshlíð og gengum þaðan að Nikulásarhúsum í nýjan lund, Nínulaund, sem var formlega vígður á afmælisdegi Nínu Sæmundsson myndhöggvara henni til heiðurs með því meðal annars, að ég afhjúpaði afsteypu af styttu hennar, Ung móðir, í lundinum. Klukkan 20.00 fórum við á tónleika Radda Evrópu í Hallgrímskirkju.