24.5.2000 0:00

Miðvikudagur 24.5.2000

Hádegisverður með fulltrúum Virginíu-háskóla um samstarf við hann um stuðning við námsmenn. Klukkan 13.20 málþing um íslenska sagnahefð í Library of Congress með þátttöku sérfræðinga frá Norður-Ameríku og Evrópu. Málþingið er mun betur sótt en skipuleggjendur þess væntu og þurfti að fjölga stólum í salnum. Ég flyt ræðu við upphaf þess. Klukkan 18.30 athöfn í Thomas Jefferson-byggingu Library of Congress, þegar sýning á íslenskum handritum og bókum er opnuð og tilkynnt um gjöf íslensku ríkisstjórnarinnar til bandarískra bókasafna.