29.5.2000 0:00

Mánudagur 29.5.2000

Efnt var til fundar í menntamálaráðuneytinu kl.14.00 með fulltrúum Hótel- og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi og fulltrúum starfsgreinaráðs á þessu sviði til að ræða um stöðu ráðsins gagnvart skólanum. Var áréttað af minni hálfu, að hlutverk ráðsins væri að gera tillögur til ráðuneytisins en það ætti ekki að hafa afskipti af innra starfi skólans.