21.5.2000 0:00

Sunnudagur 21.5.2000

Fórum klukkan 14.00 í Dómkirkjuna og tókum þátt í hátíðarmessu vegna þess að lokið er endurbótum við kirkjuna fyrir 180 milljónir króna, sýnist mjög vel hafa til tekist við þessar framkvæmdir. Í ræðum manna kom fram, að skriður hafi komist á framkvæmdir, þegar ég úrskurðaði í 24 ára deilu sóknarnefndar og húsafriðunarnefndar um það, hvort stytta mætti kirkjubekkina niðri, þannig unnt væri að ganga inn í þá frá vegg kirkjunnar. Úr kirkjunni fórum við í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, þar sem sýningin á öndvegishúsum var opnuð við hátíðlega athöfn undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík. Síðan fórum við í Nýlistasafnið, þar sýningin Puerile 69 var opnuð undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík, þar sem fjórir breskir listamenn sýna verk, en þeir eru kynnti sem stjörnur í hátískuheimi myndlistarinnar. Loks fórum við í Ásmundarsal og skoðuðum sýninguna Í skuggsjá rúms og tíma með verkum eftir Lawrence Weiner, Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Þór Vigfússon og Kristin E. Hrafnsson.