31.5.2000 0:00

Miðvikudagur 31.5.2000

Klukkan 15.00 var ritað undir þjónustusamning við Háskólann í Reykjavík í Þjóðmenningarhúsinu. Klukkan 17.00 fór ég í ný húsakynni Lánasjóðs íslenskra námsmanna við Borgartún, tók þátt í fundi stjórnar sjóðsins og athöfn, þegar húsakynnin voru formlega opnuð. Síðan fórum við í Iðnó, þar sem tilkynnt var um þá, sem í ár hljóta Fulbright-styrki. Í ræðu minni af því tilefni sagði ég, að það væri tímaskekkja að gera þá kröfu til styrkhafa, að þeir flyttust frá Bandaríkjunum að loknu námi sínu þar. Um kvöldið fór ég á frumsýningu á 101 Reykjavík og hafði gaman af því að sjá nýja og furðulega hlið á borgarlífinu.