20.5.2002 0:00

Mánudagur 20.5.2002

Klukkan 14.00 var ég í Grafarvogi, þar sem efnt var til útihátíðar á vegum hverfafélags sjálfstæðismanna og boðið í skoðunarferð í Geldinganes og var ég fararstjóri fyrstu ferðar. Klukkan 15.00 efndi Útvarp Saga til umræðufundar á Hótel Borg. Fór síðan og heimsótti hverfaskrifstofur.