11.5.2002 0:00

Laugardagur 11.5.2002

Fór klukkan 10.00 með frambjóðendum í Breiðholtshverfið, heimsóttum Seljahlíð, Mjóddina og efndum til grillveislu við sundlaugina með hverfafélaginu. Héldum um hádegið að Árbæjarlaug þar sem einnig var grillveisla með hverfafélaginu. Var kl. 14.00 við setningu Listahátíðar í Reykjavík. Heimsótti Listaháskóla Íslands og skoðaði sýningu nemenda í Laugarnesi. Sá ballettinn Sölku Völku hjá Íslenska dansflokknum. Sá frumsýningu á Hollendingnum fljúgandi í Þjóðleikhúsinu.