14.12.2001 0:00

Föstudagur 14.12.2001

Um klukkan 16.00 lauk alþingi störfum fyrir jólaleyfi. Klukkan 17.00 var ég í tónlistarhúsinu Ými og tók við nýrri bók, Hraustir menn, 75 ára sögu Karlakórs Reykjavíkur. Tókum klukkan 19.00 þátt í 30 ára afmæli Félags starfs- og námsráðgjafa, þar sem ég flutti ávarp.