Laugardagur 1.12.2001
Klukkan 11.50 var ég í Þjóðmenningarhúsinu við fyrstu úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði. Klukkan 13.00 var ég í Oddfellow-setrinu við Vonarstræti, þegar ritað var undir samning um land undir hátæknigarð á Urriðaholti. Klukkan 14.00 var ég í ráðhúsi Reykjavíkur og tók við Múrbrjótnum frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Klukkan 16.00 var ég í hátíðarsal Háskóla Íslands, þar sem afhjúpuð var brjóstmynd af Hans G. Andersen sendiherra.