24.8.2001 0:00

Föstudagur 24.8.2001

Klukkan 07.00 var ég kominn í Stöð 2 til að taka þátt í morgunþætti vegna fyrsta dags grunnskólanema. Klukkan 16.00 var ég á Grand hóteli og tók þátt í að opna vefsíðuna leikni.is, sem hefur að geyma lífsleikniefni fyrir 8 til 12 ára eftir Herdísi Egilsdóttur kennara og studdur er af Íslandsbanka.