7.3.1997 0:00

Föstudagur 7.3.1997

Í hádeginu föstudaginn 7. mars opnaði ég kynningu fyrirtækja í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar, sem var liður í Framadögum í Háskóla Íslands, en þeir miða að því að efla tengsl skólans við atvinnulífið. Klukkan 15.00 þennan sama föstudag komu laganemar, sem stunda nám í stjórnsýslurétti í heimsókn í ráðuneytið og fræddust um afstöðu okkar til stjórnsýsluréttar. Klukkan 16.00 var ég kominn í Menntaskólann í Kópavogi til að taka þar þátt í upphafi kynningar og keppni um matreiðslumann ársins. Um kvöldið var síðan hin árlega þingveisla að Hótel Sögu.