19.4.2002 0:00

Föstudagur 19.4.2002

Fór fyrir hádegið í heimsókn í heilsugæslustöðina við Lágmúla. Var í hádeginu á vinnustaðafundi í Orkuveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut. Klukkan 13.30 kynntum við frambjóðendur D-listans samning okkar við Reykvíkinga í kosningamiðstöðinni okkar í Skaftahlíð. Fór síðdegis til eldri borgara í Félagsmiðstöðinni Lindargötu 57. Klukkan 17.00 var opnuð kosningaskrifstofa okkar í Álfabakka fyrir Breiðholtshverfin.