Þriðjudagur 2.4.2002
Fór klukkan 08.30 í morgunkaffi hjá Stöð 2 í tilefni af því að verið var að opna nýja talmálsútvarpsstöð. Fór í morgunkaffi á vinnustaðafund hjá Neyðarlínunni og Slökkvuliði Reykjavíkur í Skógarhlíð. Var í hádeginu á vinnustaðafundi hjá DV. Fór klukkan 14.00 í viðtal hjá Hallgrími Thorsteinssyni á hinni nýju talmálsútvarpsstöð, útvarpi Sögu. Klukkan 15.30 var ég á vinnustaðafundi hjá Hampiðjunni á Grandagarði. Flutti Málið á Skjáeinum um kvöldið.