6.4.2002 0:00

Laugardagur 6.4.2002

Klukkan 10.00 tók ég þátt í alþjóðadegi qigong í Kramhúsinu, þar sem Gunnar Eyjólfsson leiddi fjölmennan hóp. Í hádeginu ávarpaði ég félaga úr flokksstarfinu í Reykjavík, sem funduðu í Valhöll. Síðdegis ávarpaði ég unga sjálfstæðismenn sem komu saman á vegum SUS til að undirbúa kosningarnar.