Þriðjudagur 23.4.2002
Fór fyrir hádegi í Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar á fund með starfsmönnum. Í hádeginu var ég fyrst á fundi með nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og síðan með kennurum. Síðdegis fór ég í félagsmiðstöð aldraðra við Hvassaleiti. Um kvöldið tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Grafarvogi.