Miðvikudagur 24.4.2002
Fyrir hádegi fór ég í heimsókn í Korpuskóla í Grafarvogi og ræddi við kennara. Í hádeginu var ég í 45 viðtali við Ingva Hrafn Jónsson á útvarpi Sögu. Síðdegis fór ég á fund nemenda og kennara í Tækniskóla Íslands. Klukkan 17.00 tók ég þátt í að opna kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna að Laugavegi 70 fyrir Vesturbæ, Austurbæ og Norðurmýri. Klukkan 20.00 tók ég þátt í fundi á Grand hotel um skólamál á vegum SAMFOK með Ingibjörgu Sólrúnu.