11.4.2002 0:00

Fimmtudagur 11.4.2002

Fór klukkan 9.30 í Háskólabíó, þar sem skrifað var undir samning um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð milli ríkis og borgar. Var í hádeginu á fundi með starfsmönnum Odda. Hitti forystumenn Félags eldri borgara í Ásgarði, Glæsibæ. Fór síðdegis í Felagsmiðstöðina Dalbraut 18-20. Fór um kvöldið á sinfóníutónleika undir stjórn Vladimirs Ashkenazys.