Brusselferð lokið
Í Brussel flutti ég fjórar ræður um EES-skýrsluna og heimsótti höfuðstöðvar NATO
Flaug heim frá Brussel í dag með Icelandair. Í upphafi ferðar tilkynnti flugstjórinn að að flugið tæki 2 stundir og 50 mínútur sem sýnir að við flugum í góðum meðvindi.
Fyrir utan að hitta starfsmenn EFTA, ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) og Uppbyggingarsjóðs EES og kynna fyrir þeim nýju EES-skýrsluna sem starfshópurinn undir minni forystu vann hafði ég tækifæri til að fara í heimsókn til fastanefndar Íslands í NATO þar sem Hermann Ingólfsson sendiherra tók við forystu sem fastafulltrúi í byrjun ágúst.
Ég hafði áður komið í þann hluta nýju höfuðstöðva NATO sem opinn er almenningi og blaðamönnum en að þessu sinni fórum við um rýmið sem hýsir fastanefndir og alþjóðlegt starfslið bandalagsins.
Breytingin á aðstöðu frá því sem áður var er
svo mikil að algjörlega ólíku er saman að jafna.
Hér birtist mynd sem Hermann sendiherra tók við aðalinngang höfuðstöðvanna en þar er brugðið upp mynd af Atlantshafssáttmálanum og undirritun þeirra sem staðfestu hann í Washington 4. apríl 1949. Við hlið mér má sjá nöfn föður míns og Thors Thors sendiherra.
Þá er hér einnig mynd sem sýnir nýja byggingu – EFTA-húsið – sem mun hýsa EFTA-skrifstofuna, ESA og Uppbyggingarsjóðinn – alls um 200 manns.