1.12.2019 13:32

Ræðu- og hátíðarvika að baki

Mér var því Snorri ofarlega í huga þegar ég ávarpaði lögreglumennina sem voru mun fleiri en 30 eins og sést hér af myndunum sem Júlíus Sigurjónsson tók.

Aðventan hefst í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Af því tilefni buðu Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og samstarfsfólk hennar lögreglumönnum á eftirlaunum í kl. 10.00 til 11.30 að morgni sunnudagsins 1. desember í matsal lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötunni.

Ég var staddur í Reykholti í Borgarfirði að kvöldi þriðjudags 26. nóvember þegar Sigríður Björk sendi mér fyrirspurn um hvort ég gæti ávarpað hópinn en hún ætti von á um 30 mönnum „í það mesta“. Þegar ég tók boðinu var ég með hugann við Snorra Sturluson í Reykholti, nýkominn af athöfn þar sem Reykholtsverkefnið svonefnda var kvatt.

Mér var því Snorri ofarlega í huga þegar ég ávarpaði lögreglumennina sem voru mun fleiri en 30 eins og sést hér af myndunum sem Júlíus Sigurjónsson tók. Þakka ég honum fyrir að fá leyfi til að birta þær.

Liðin vika hefur verið ræðu- og hátíðarvika hjá mér: síðdegis á mánudag ræddi ég um EES-samstarfið í Rótarýklúbbi Breiðholts, að kvöldi þriðjudags flutti ég ávarp í á málþingi Snorrastofu í Reykholti, á fimmtudag efndi Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, til móttöku í Hörpu fyrir Rut í tilefni af útgáfu tveggja hljómdiska með einleik hennar í áranna rás með hljómsveitinni, að morgni laugardags ræddi ég EES-samstarfið á fundi með sjálfstæðismönnum í Kópavogi og að morgni sunnudags flutti ég síðan ávarpið í aðventukaffi lögreglumanna á eftirlaunum.

Hér koma myndir frá aðventukaffinu, útgáfuhófinu og vetrarmynd úr Reykholti.


20191201_101444

Við upphaf aðventukaffisins í matsal lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Rætt við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjón og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra.

20191201_104846Matsaluurinn var þéttsetinn og veitingarnar glæsilegar.

20191201_105119Í hópi lögreglumanna á eftirlaunum - setið yfir myndum í símanum!

20191201_105603Lögreglukórinn er ekki lengur karlakór!

20191201_110612Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, afhenti mér heiðurspening félagsins.

IMG_0236Rut flytur þakkarávarp í útgáfuhófinu í Hörpu.

IMG_0237Gestir í útgáfuhófi Sinfóníunnar.

IMG_4731Með Kristjáni Friðþjófssyni, lögreglumanni á eftirlaunum, á fundinum í Kópavogi.

IMG_0229Vetrarmorgunn í Reykholti. Þar sem gamla kirkjan stendur og við hlið hennar hefur verið kirkjustæði um aldir.