7.1.1999 0:00

Fimmtudagur 7.1.1999

Aftur var efnt til þingflokksfundar um fiskveiðistjórnunarmál síðdegis. Umræðurnar snúast um smábátaeigendur, en fróðlegt væri fyrir þá, sem mest ræða um kvótann, að velta því fyrir sér, hve miklum tíma er varið til að ræða um þann hluta heildarkvótans, sem rennur til smábátaeigenda. Er það sérstakt efni að rannsaka, hvaða sveiflur hafa verið í þessum umræðum og hvernig viðhorf smábátaeigenda hafa breyst og hvað þeir hafa haft upp úr krafsinu.