16.11.1999 0:00

Þriðjudagur 16.11.1999

Klukkan 08.10 var ég í Lindarskóla í Kópavogi og skoðaði hann og heimsótti kennslustofur í tilefni dags íslenskrar tungu. Í hádeginu flutti ég ræðu á málþingi um varðveislu menningararfsins. Klukkan 16.30 hófst athöfn á vegum menntamálaráðuneytis í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í tilefni dags íslenskrar tungu.