3.5.2001 0:00

Fimmtudagur 3.5.2001

Klukkan 10.00 hófst fundur ráðuneytisins með forstöðumönnum menningarstofnana að Hótel Sögu. Klukkan 14.00 var ég í bóksafninu í Reykjanesbæ og ritaði þar undir samning við fulltrúa ísralelska fyrirtækisins Exlibris um landskerfi bókasafna. Klukkan 20.00 var ég í Stöð 2, þar sem tekinn var upp samtal okkar Ragnars Arnalds í þætti Árna Snævars Eldlínunni, sem sýndur var síðar um kvöldið, en þar ræddum við um 50 ára afmæli varnarsamningsins.