Laugardagur 12.5.2001
Klukkan 13.00 fór ég á sýningu útskriftarnemenda í myndlist í Listaháskóla Íslands í húsnæði skólans í Laugarnesi. Klukkan 14.00 var ég í Norræna húsinu við afhendingu verðlauna á vegum IBBY til vegna barnabókmennta og ljóðagerðar ungs fólks. Klukkan 16.15 var ég á fundi með sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Klukkan 17.00 var þingflokksfundur sjálfstæðismanna vegna laga til að binda enda á sex vikna sjómannaverkfall. Um kvöldið var Eurovision-keppnin þar sem íslenska lagið lenti í neðsta sæti með hinu norska.