10.5.2001 0:00

Fimmtudagur 10.5.2001

Setti klukkan 10.00 málþing á vegum menntamálaráðuneytis um samræmd próf í framhaldsskólum. Klukkan 13.30 var umræða utan dagskrár á alþingi um hugmyndir mínar um breytingu á Rannsóknarráði Íslands. Klukkan 15.00 var ég í Þjóðmenningarhúsinu og flutti ávarp þegar Heimili og skóli veitti viðurkenningu fyrir foreldrastarf í skólum. Klukkan 16.00 var ég í Landspítala Íslands - háskólasjúkrahúsi, þegar rektor HÍ og forstjóri sjúkarhússins rituðu undir samstarfssamning og flutti ávarp.